Tuesday, February 9, 2010

Á ég eftir að heyra söngva um föðurlandssvik

Var að sjá það í fréttum að á döfinni sé að stofna hreyfingu innan Sjálfstæðisflokksins sem sé jákvæð fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Frábært framtak og vonandi að þessi umræða fari að færast eitthvað áfram innan Sjálfstæðisflokksins og þessar öfgakenndu raddir Heimsýnar fá nú eitthvað sem mæti kalla mótvægi eða aðhald. Fólkið sem æltar að mynda þá hreifingu hefur mikinn trúverðuleika og vonandi tekst þeim vel til. En það verða ekki ófáar raddir innan Sjáfstæðisflokksins sem eiga eftir að hrópa föðurlandssvik.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana. Formaður er búinn að tapa miklum trúverðuleika eftir að komið hefur í ljós að hann var að tengdur viðskiptum sem félag í hans/fjölskyldu eigu var að stunda vafasöm viðskipti með peninga út bótasjóð Sjóvá. Flokkinn vantar áberandi skýra stefnu um hvernig hann vilji leiða þjóðina út úr þeim vanda sem hún er nú stödd í og hann átti einhvern þátt í því að valda. Hvað vill flokkurinn gera í gjaldeyrismálum? hvað vill flokkurinn gera í skuldavandamálum heimilanna? og hvernig ætlar flokkurinn að stuðla að eðlilegra viðskipta umhverfi á Íslandi. Eru bara nokkrar af þeim spurning sem flokkurinn þarf að svara en er ekki að gera. Flokknum er ekki að takast að setja mál á dagskrá og koma þeim áfram og hlýtur það að einhverju leiti að skrifast á formann flokksins.