Leiðari Morgunblaðsins í dag tekur fyrir vandmál Grikkja. Undirliggjandi er að sjálfsögðu andastaða ritstjóra Morgunblaðsins á Evrópusambandinu. Hann virðist halda það að betra sé að eiga enga vini en að hafa Evrópusambandið á bakvið sig. Vandamál Grikkja eru margþætt en virðast eins og vandamál Íslands fyrst og fremst vera til kominn vegna lélegrar stjórnar á ríkisfjármálum og slæmum ákvörðunum ríkistjórna landanna í fortíðinni. Grikkir voru duglegir við það að falsa ríkisfjármál sín og eru þess vegna afar illa undir það búnir að takast á við efnahagskreppu. Nú hafa þeir ekki lengur þann valmöguleika að lækka gengi eigin gjaldmiðils til þess að örva atvinnulífið og fá hærri tekjur af innflutningi. Ritara leiðara Morgunblaðsins finnst það skrítið að ríki Evrópusambandins sem flest öll eiga við vandmál að stríð vegna kreppunnar skuli ekki taka höndum saman að dæla peningum í Grikkland. Þess í stað þurfa Grikkir að skera niður í flestum málaflokkum meðal annars velferðar- og menningarmálum eins og greinarhöfundur segir undir lok greinar sinnar.
Greinarhöfundur heldur líklega að Evrópusambandið sé stofnun sem eigi að annast ríki sem hafa spilað afar illa úr sínum málum. Þegar að menn eru búnir að standa sig illa ár eftir ár við að koma ríkisfjármálunum í lag geti þjóðir bara hringt til Brussel og fengið ódýr lán til þess að halda veislunni áfram ( Grikkir þurfa ekki einu sinni að hringja til Brussel þeir eru menn á svæðinu). Það er auðveldur leikur að snúa heimatilbúnum vandamálum upp í það að vera illska utanaðkomandi aðila. Þetta er því miður farið að vera algengara og algengara viðhorf hér á Íslandi. Hreinn illska og skilningsleysi annarra ríkja á málefnum Íslands er farið að taka meira pláss í umræðunni hér heldur en klúður Íslendinga sjálfra, það viðhorf er jafnvel farið að koma fram að menn geti verið með and-íslensk viðhorf þegar dregin er upp önnur mynd af málefnum Íslands en stjórnmálamönnum er þóknanleg. Ólíkt Íslandi eru vandamál Grikkja vandamál allra þjóð Evrópusambandins, hið minnsta þeirra sem eru með Evru. Vilji annarra þjóða í Evrópu ætti því að vera margfalt meiri til þess að hjálpa Grikklandi en að hjálpa landi sem virðist hafa andúð á alþjóðlegu samstarfi og hefur ekki sýnt mikinn vilja til þess að koma öðrum til hjálpar þegar illa gengur eða taka á sig sameiginlega ábyrgð. Grikkland verður þó að sýna viðleitni til þess að geta tekið að einhverju leyti ábyrgð á sínum málum.
Kannski voru það mikil mistök hjá Grikkjum að taka upp Evru, kannski var þjóðin einfaldlega ekki tilbúin til þess, það var þó ákvörðun sem þeir tóku og þurfa að lifa við núna. Við Íslendingar stöndum líka uppi með okkar skerf af slæmum ákvörðunum en í stað þess að eiga við Evrópusambandið og reyna fá skilning og hjálp frá aðildarlöndum þess sitjum við uppi með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ekki virðist hann vera auðveldur að eiga við. Hér er skorið niður í öllum málaflokkum og hér á Íslandi á eftir að þurfa finna lausnir til þess að komast út úr kreppunni. Hvort ætli það sé betra að standa einn á báti í því eða hafa samfélag margra þjóða á bakvið sig í þeim leiðangri?