Tuesday, February 23, 2010

Hvernig varðveitir maður Heilbrigðiskerfið?

Ég hef alltaf litið á stjórnmálaskoðanir mínar aðeins til hægra, hvað sem það nú þýðir. Hófleg blanda af íhaldssemi, frjálsræði á markaði og velferðarkerfi eru fyrir mér mikilvægir þættir í stjórnmálum sem verður að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Ég eins og kannski margir aðrir létum hina svo kölluðu ný-frjálshyggju vera einráða á hægri væng stjórnmálanna hún fékk alltof lítið aðhalda en er vonandi á flótta sem hugmyndafræði sem á uppá pallborði á Íslandi. Það er mikil heppni að frjálshyggju tókst ekki nema að takmörkuðu leyti að ryðja sé til rúms á sviði heilbrigðismála, kannski hafa markaðs sjónarmið einhversstaðar náð að fest rótum og útboð á ákveðinni starfsemi hefur verið leift. Sem getur verið hið best mál ef þessu fylgja strangar reglur frá ríkinu sem og eftirlit.
Nú hafa menn því miður verið að reyna komast inná svið heilbrigðisgeirans með hugmyndum um einkarekinn sjúkrahús. Ein hugmyndin hefur verið að búa til sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli og skapa þannig erlendar gjaldeyristekjur. Mér er nú bara fyrst og fremst spurn hafa ungir viðskipta dregnir eitthvað með það að gera að reka spítala? Erum við ekki kominn inná afar hættulega braut þegar einkageirinn er að einhverju leyti kominn með rekstra grundvöll? erum við ekki um leið að grafa undan eigin velferðarkerfi? er það í lagi að sumir geti keypt sig áfram þegar kemur að heilbrigðis þjónustu?