Wednesday, January 27, 2010

Mæli með þessu:

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestrar um ímyndir og sjálfsmyndir.

sjalfsmynd.jpgÞau skil sem hafa orðið í íslenskri samfélagsumræðu á undanförnum misserum kalla á umræðu og uppgjör af margvíslegu tagi, varðandi efnahagslíf, stjórnmál, hugmyndir um samfélagið og ekki síst sjálfsmyndir Íslendinga. Athygli hefur vakið hversu yfirlætisleg hin opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar var á stundum. Hluti þessarar sjálfsmyndar einkenndist jafnvel af því að litið var niður á nágrannaþjóðir Íslendinga og sú hugsun orðuð að Íslendingar gegndu sérstöku hlutverki í samfélagi þjóðanna, að þeir væru útvaldir.

Samhliða hefur einnig borið á annars konar hugmyndum sem hafa einkennst af vantrú og tilætlunarsemi við aðrar þjóðir: Íslendingar væru svo smáir og aðstæður svo sérstakar að ekki væri hægt að gera til þeirra sömu kröfur og annarra þjóða.

Sú spurning hefur verið sett fram hvort þessar hugmyndir og umræður tengdar þeim eigi rætur að rekja til þess að þjóðin hafi aldrei gert upp við nýlenduarfleifð sína: í fyrsta lagi umræðuna sem tengdist sjálfstæðisbaráttunni og birtist í vissu yfirlæti og kynþáttahyggju; í öðru lagi óttann við „útlönd“, að stöðug hætta væri á ásælni erlendra ríkja; í þriðja lagi þá hugsun að landsmenn væru ekki færir um að standa á eigin fótum og yrðu því að njóta sérkjara og sérstakrar tillitssemi og stuðnings umfram aðra. – Sú spurning hefur einnig verið sett fram hvort ef til vill megi rekja þessa umræðu langt aftur í tímann.

Til þess að efla umræðu um þessi efni og leita svara við ofangreindum spurningum hafa INOR (Rannsóknamiðstöð um ímyndir Íslands og Norðursins í ReykjavíkurAkademíunni) og ReykjavíkurAkademían ákveðið að standa fyrir fyrirlestraröð um þess efni.

29. janúar: Guðmundur Oddur Magnússon, Táknmyndir þjóðarinnar - þá og nú.

12. febrúar: Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki.

26. febrúar: Helga Kress, „Ek em íslenskr maðr“. Íslendingurinn í Íslendingasögum og viðtökum þeirra.

12. mars: Högni Óskarsson, Ísland, Narcissus á Norðurhveli.

9. apríl: Viðar Hreinsson, „Að hefjast í hærri stað og þaðan minnkast“. Um kotungshátt.

16. apríl: Heiða Jóhannsdóttir, Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla

30. apríl: Valur Ingimundarson, Ísland og "norðurslóðir": Goðsagnir,
ímyndir og stórveldahagsmunir

7. maí: Marion Lerner, Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjöldaferðamennsku á Íslandi.

28. maí: Sumarliði R. Ísleifsson, Sjálfsmynd þjóðar og minnimáttarkennd

Fyrirlestrarnir verða haldnir í ReykjavíkurAkademíunni frá 12:00 – 13:30 Hildigunnur Ólafsdóttir stýrir fundi og umræðum þann 29. Janúar.

Sunday, January 10, 2010

Jón og Bjarni

,,Vér mótmælum allir" Þessi setning hefur endurrómað í gegnum Íslandssöguna og nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins ákveðið að tengja þessi orð við baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn núverandi ísbjargarlögum. Er þetta kjánalegasta setning ársins?

Saturday, January 9, 2010

Stórmennska


Fór á nýnemadag í HR í gær. Komast að því að menn hafa ekki verið að leggjast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að nafnavali á nýja skólahúsnæðinu. Hringurinn í miðjunni er sólin og angarnir sem teygja sig út frá henni eru pláneturnar í sólkerfinu. Svo að í raun táknar skóla húsið ekkert annað en allt sólkerfið.

Thursday, January 7, 2010

Endurtekningin

Aftur er maður kominn í lærdómsstellingar. Námið að hefjast í HR og MA ritgerðin vonandi að klárast ( þetta hugtak er s.s. löngu búið að missa alla merkingu hjá mér). Nafnið á fyrsta kúrsinum í HR er afar krútlegt: Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti. Verðu bókað athygslvert fag. Hef markvist forðast fréttamiðla í dag þar sem ekki er við neinu öðru að búast en fréttum af Ísbjörg.

Tuesday, January 5, 2010

Hann sagði nei.

Þá liggur það fyrir. Maður verður að baka með allar stórar yfirlýsingar og trú því að hið ótrúlega hafi gerst. Í boði forseta verða umræður um Icesave næstu viku og mánuði. Framhaldið verður þeim umræður sem hafa staðið mánuðum saman og ekki er hægt að sjá að þær verði eitthvað málefnalegri. Í raun er kannski rangt að tala um Icesave umræðu frekar ætti að nefna þetta hverskona fyrirvarar verða á Icesave. Það er nokkuð ljósa að Icesave er staðreynd, spurning hlýtur fyrst og fremst að snúast um form.

Aftur byrjaður að blogga.

Þá er maður kominn aftur í þetta. Er hættur að taka þátt í einskisverðum hlutum á facebook.