Monday, April 26, 2010

Fuglarnir á AMX.is halda áfram að skemmta landanum

Fuglahvíslið á AMX er fyrir löngu orðinn fasturliður í skemmtanalífi þjóðarinnar, sumir myndu jafnvel segja að þeir væru betri en baggalútur. Hér er nýjasta frétt þeirra.

,,Samfylkingin hefur að undanförnu reynt að endurskrifa söguna á þá leið að flokkurinn hafi ekkert haft með útrásina og viðskiptalífið að gera og beri því litla sem enga ábyrgð á því hvernig fór. Litlu skiptir þótt að flokkurinn hafi verið í stjórn á sama tíma og að þáverandi formaður, Ingibjörg Sólrún, hafi sérstaklega lagt sig fram við að greiða götu ákveðinna fyrirtækja."

auðvelt er að umorða þetta til að láta þetta hljóma betur:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu reynt að endurskrifa söguna á þá leið að flokkurinn hafi ekkert haft með útrásina og viðskiptalífið að gera og beri því litla sem enga ábyrgð á því hvernig fór. Litlu skiptir þótt að flokkurinn hafi verið í stjórn á sama tíma og að þáverandi formaður, Davíð Oddsson, hafi sérstaklega lagt sig fram við að greiða götu ákveðinna fyrirtækja.

Þetta eru sannir snillingar....

Wednesday, April 21, 2010

Nýr Rektor kominn á Bifröst.

Full ungur kannski. Hefði verið betra að fá reyndan vitring eins og Bifröst er með núna. En þessi æskudýrkun á Íslandi virðist ráða öllu.