Tuesday, March 30, 2010

Dýragarður.

Kettir í vinstri grænum, kindur í samfylkingunni, hundar í sjálfstæðisflokknum, draugar í framsókn og gullfiskar í hreyfingunni.

Saturday, March 27, 2010

Bragga-búarnir vinna aftur Gettu betur....

svona er þetta bara.

Ég styð Verzló í kvöld

Ekki getur með sem Kvennskælingur farið að styðja braggabúana.

Thursday, March 25, 2010

Hvað finnst skötuselnum sjálfum um þetta?

Fáir tala máli hans í umræðunni.

Tuesday, March 23, 2010

Her

Vinstri stjórninni hefur ekki tekist vel upp í atvinnumálum. Kannski ekki skrítið þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. En eru menn ekki farnir að ganga full langt þegar á að fara hleypa hernaðar-fyrirtæki? Hvað var um að byggja nýja á Ísland á hugviti?

Saturday, March 20, 2010

Saturday, March 13, 2010

Vinstrimenn og blaðamennska

Nú eru ritstjórar tveggja stærstu blaðana á Íslandi opinnberir Sjálfstæðismenn. Það vekur óneytanlega upp spurning um hvort blaðamennskan á Íslandi sé í vanda. Ekki það að auljóslega séu báðir ritstjórarnir óhæfir eða lélegir bara af því að þeir séu í ákveðnum stjórnmálaflokki. Þó svo það sé kannski ekki æskilegt yfir höfuð að ritstjórar séu tengdir stjórnmálaflokkum þá þarf það ekki endilega að vera slæmt. Það er líklegra æskilegra að þeir séu tengdir stjónmálaflokki frekar að stór fyrirtæki. Svo getur það líkega verið missmunandi eftir blöðum hvað ritstjóri hefur mikill áhrif á fréttamennsku í blaðinu sjálfu og á hvernig fréttir áherlsa sé lögð á. En sú staða að nú sitji tveir sjálfsæðismenn á þessum stólum hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir blaða og fréttamennsku í landinu.
Kannski þetta sé minna mál þar sem að sú ríkistjórn sem situr í landinu er vinstri stjórn og að báðir þessir ritstjórar séu meðvitaðir um mikilvægi sitt að blöð þeirra komi fram með góðar og hlutlausar fréttir. Þessi staða yrði í raun en kjánalegri ef að sjálfsæðisflokkur væri við völd þar sem að þá færi maður virkilega að efast um hvort einhverjum fréttum væri sópað undir borðið. Það vill þó svo skemmtileg til að ritstjórarnir hafa ólíka skoðun á Evrópusambandinu og aðild Íslands, þannig að Íslendingar ættu að fá dínamískari umræðu um þau mál en ella.
Ég segi það þó sem hægrimaður í pólitík að einhverra hlutavegna hef ég allt treyst blaða og fréttamönnum betur sem telja sig vera til vinstri. Kannski það hafi eitthvað með það að gera hvað vinstrimenn hafa verið lítið við völd á Íslandi eða hvort að þeir hafi bara gagrýndi sýn á samfélagið, kannski að þessir tveir þættir séu nátengdir. Síðan má líka spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að kona verði ritstjóri á þessum blöðum. Hið minnsta er þessi staða sem upp er kominn í fjölmiðlum á Íslandi varasöm.

Monday, March 8, 2010

Esjan gefur og Esjan tekur

Því skal ganga varlega um Esjuna.

Tuesday, March 2, 2010

Er allt leyfilegt? Evrópusambandið og Heimssýn

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu virðist vera farin að ná nýjum lægðum. Ávallt er kallað eftir betri og upplýstari umræðu en því kalli er ekki svarað. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa áhuga á því að ræða málið og hagsmunasamtök virðast einnig áhugalaus. Blogg-síður halda uppi einhverri umræðu en hún er vægast sagt afar misjöfn og virðist fyrst og fremst byggja á því að menn segja skoðun sína á Evrópusambandinu til góðs eða ills.

Þegar skýrsla Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands lá fyrir fékk hún sáralitla umfjöllun. Þar spilar Icesave-málið líklega mikið inní , en samt sem áður virtist áhugi fjölmiðla og annarra ekki vera mikill á því að greina frá efni hennar á neinn hátt. Það eina sem almenningur fékk var þunn yfirferð um helstu áherslur hennar. Formaður Heimssýnar kom fram með það sjónarmið í Silfri Egils 28. feb. að honum fyndist að draga skyldi umsóknina til baka þar sem Evrópusambandið væri farið að koma fram með kröfur um hverju þurfi að breyta hérlendis, án þess þó að koma fram með einhverja gagnrýni á þá þætti sem að Evrópusambandið leggur til að verði breytt. Er þingmaður Vinstri grænna á móti því að breyta skipun dómara í Hæstarétt og að hvalveiðar verði lagðar niður? Svo dæmi séu tekin af því sem Evrópusambandið bendir á að þyrfti að breyta hérlendis.

Það er orðin döpur staðreynd ef að umræðan er komin á það lágt stig að nú sé aðild að Evrópusambandinu ekki einu sinni til umræðu heldur hvort draga eigi umsóknina til baka. Það er í raun fáránleg staða sem formaður Heimssýnar er í, bæði að vera formaður þeirra samtaka sem og að vera í þingflokki Vinstri grænna. Það hefði kannski verið ráðlegra hjá Heimssýn að velja sér formann sem ekki er um leið þingmaður í ríkistjórn sem styður aðildaviðræður að Evrópusambandinu. Hvernig geta þessi tvö hlutverk hans farið saman? Verður það þá ekki óneitanlega að hlutverki hans að grafa undan störfum ríkistjórnarinnar? Það hlýtur að vera skylda stjórnmálamanna sem styðja ríkistjórnina að stuðla að sem bestum samningum fyrir Ísland. Við erum stödd á þeim tímapunkti núna að leggja allt í sölurnar til þess að ná fram sem bestum samningi fyrir Ísland. Bæði er búið að leggja fjármuni og tíma í aðildarumsókn Íslands, en einnig er það grundvallaratriði í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar. Því hafa stjórnmálamenn skyldu til þess að gera sitt besta og grafa ekki undan störfum samninganefndarinnar.

Sá tími kemur síðar að deila skuli um hvort aðild að Evrópusambandinu verður samþykkt en sá tími er ekki núna, í hið minnsta er það blóðugt ef menn eru vísvitandi að reyna grafa undan umsókninni áður en samningur liggur fyrir. Í allri þeirri umræðu um aukið lýðræði og trúverðugri stjórnmál hlýtur afstaða formanns Heimssýnar að vera óæskileg. Hér má einnig spyrja sig hvort að formaður Bændasamtaka sé einnig kominn í þann farveg að grafa undan aðildaviðræðunum og er sú afstaða einnig slæm. Það er jafnvel alvarlegra hjá Bændasamtökunum þar sem þau bera mikla ábyrgð sem hagsmunaaðili bænda. Þau þurfa að geta veitt þeim hlutlausar og ítarlegar upplýsingar um þá kosti og galla sem aðild að Evrópusambandinu hefur fyrir bændur. Hvernig geta þeir það þegar aðildarsamningur liggur ekki fyrir?

Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort þessi nálgun formanns Heimssýnar gangi gegn leikreglum lýðræðisins. Það getur seint talist lýðræðislegt, að hafna Íslendingum um þann rétt að fá besta mögulegan samning með því að reyna að draga umsóknina til baka eða veita samninganefndinni ekki nauðsynlegan stuðning, heldur halda úti málflutningi sem byggir að einhverju leyti á þekkingarleysi þar sem samningur liggur ekki fyrir.