Monday, August 2, 2010

msn og brosskallar

Mig langar að koma eftirfarandi á framfæri

Í skrifuðum samskiptum við fólk notast ég ekki við Brosskalla í neinum af þeim texta sem ég skrifa, þetta á þá aðalega við msn og þessháttar samskiptaveitur. Það er lesendanum í sjálfsvald sett hvernig hann/hún túlkar og skilur þær fullyrðingar og spurningar sem ég læt frá mér fara.

góðar stundir.

Tuesday, June 22, 2010

Sögufölsun AMX.is

 AMX drengirnir þurftu að sjálfsögðu að minnast á Dýrafjarðar bullið í Jóhönnu. En það er nú bara því miður þannig að þeir hafa sjálfir komið fram með svona bull á sínar síðu. Hér er hægt að sjá vankunnáttu þeirra á Biblíunni.

Friday, June 11, 2010

Af dauða og upprisu

Merkasta upprisa sögunar er ánn efa þegar að Jesú reis uppfrá dauðum eftir þriggja daga pásu frá hinu veraldlega lífi.
Ef að Kenny Daglish tekur við Liverpool og gerir þá aftur að meisturum myndi það toppa allar fyrir upprisur.
Svo verður gaman að sjá Argentínu vinna heimsmeistaramótið.
Gleðilegt HM.

Tuesday, June 8, 2010

Hænsnfuglarnir á AMX kunna ekki Biblíuna sína


Eitthvað hefur Bíblíulærdómur Smáfuglanna verið lélegur. Hér segja þeir,,En Gylfi hefur sjálfur gleymt Biblíusögunum. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum,“ stendur í Gamla testamentinu, fyrstu Mósebók" Því miður er pínleg villa í þessu hjá þeim, en eins og allir vel lesnir menn ættu að vita er ekkert talað um boðorðin í fyrstu Mósebók, það er ekki fyrr en í annari Mósebók sem þessi boðskapur kemur fram. Vonandi sjá þessir blessuðu fuglar sóma sinn í því að leiðrétta þessa villu, og ættu kannski að lesa Biblíuna sjálfir áður en þeir fara að segja öðrum til í þessum efnum.

Friday, June 4, 2010

Kjánalegt kynningarmyndband um Ísland

Það verður að segjast á byrjunin á því er alveg einstaklega kjánaleg, kannski er það gert til þess að ná athygli fólks, gæti verið. Maður efast stórlega um að svona markaðsátak virki nema að takmörkuðu leyti.

Þetta er samt gott fyrir samviskuna, við höldum hið minnsta að verið sé að gera eitthvað.

Sunday, May 30, 2010

666 og Besti flokkurinn.

Æ- listi Besta flokksins: 20.666 atkvæði (34,7%) – 6 borgarfulltrúar

Er þetta einhvern viljun að talan 666 komi þarnna fram? Eða lýsir þetta dýrslegu eðli flokksins? Þetta hlýtur að vera eitthvað sem mennirnir á Omega geta tekið upp.

Thursday, May 6, 2010

Lélegt hjá Rúv

Spennandi kosningar í Bretlandi en því miður ekki hægt að sjá þetta á Rúv.
Þetta er þó hér

Monday, April 26, 2010

Fuglarnir á AMX.is halda áfram að skemmta landanum

Fuglahvíslið á AMX er fyrir löngu orðinn fasturliður í skemmtanalífi þjóðarinnar, sumir myndu jafnvel segja að þeir væru betri en baggalútur. Hér er nýjasta frétt þeirra.

,,Samfylkingin hefur að undanförnu reynt að endurskrifa söguna á þá leið að flokkurinn hafi ekkert haft með útrásina og viðskiptalífið að gera og beri því litla sem enga ábyrgð á því hvernig fór. Litlu skiptir þótt að flokkurinn hafi verið í stjórn á sama tíma og að þáverandi formaður, Ingibjörg Sólrún, hafi sérstaklega lagt sig fram við að greiða götu ákveðinna fyrirtækja."

auðvelt er að umorða þetta til að láta þetta hljóma betur:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu reynt að endurskrifa söguna á þá leið að flokkurinn hafi ekkert haft með útrásina og viðskiptalífið að gera og beri því litla sem enga ábyrgð á því hvernig fór. Litlu skiptir þótt að flokkurinn hafi verið í stjórn á sama tíma og að þáverandi formaður, Davíð Oddsson, hafi sérstaklega lagt sig fram við að greiða götu ákveðinna fyrirtækja.

Þetta eru sannir snillingar....

Wednesday, April 21, 2010

Nýr Rektor kominn á Bifröst.

Full ungur kannski. Hefði verið betra að fá reyndan vitring eins og Bifröst er með núna. En þessi æskudýrkun á Íslandi virðist ráða öllu.

Tuesday, March 30, 2010

Dýragarður.

Kettir í vinstri grænum, kindur í samfylkingunni, hundar í sjálfstæðisflokknum, draugar í framsókn og gullfiskar í hreyfingunni.

Saturday, March 27, 2010

Bragga-búarnir vinna aftur Gettu betur....

svona er þetta bara.

Ég styð Verzló í kvöld

Ekki getur með sem Kvennskælingur farið að styðja braggabúana.

Thursday, March 25, 2010

Hvað finnst skötuselnum sjálfum um þetta?

Fáir tala máli hans í umræðunni.

Tuesday, March 23, 2010

Her

Vinstri stjórninni hefur ekki tekist vel upp í atvinnumálum. Kannski ekki skrítið þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. En eru menn ekki farnir að ganga full langt þegar á að fara hleypa hernaðar-fyrirtæki? Hvað var um að byggja nýja á Ísland á hugviti?

Saturday, March 20, 2010

Saturday, March 13, 2010

Vinstrimenn og blaðamennska

Nú eru ritstjórar tveggja stærstu blaðana á Íslandi opinnberir Sjálfstæðismenn. Það vekur óneytanlega upp spurning um hvort blaðamennskan á Íslandi sé í vanda. Ekki það að auljóslega séu báðir ritstjórarnir óhæfir eða lélegir bara af því að þeir séu í ákveðnum stjórnmálaflokki. Þó svo það sé kannski ekki æskilegt yfir höfuð að ritstjórar séu tengdir stjórnmálaflokkum þá þarf það ekki endilega að vera slæmt. Það er líklegra æskilegra að þeir séu tengdir stjónmálaflokki frekar að stór fyrirtæki. Svo getur það líkega verið missmunandi eftir blöðum hvað ritstjóri hefur mikill áhrif á fréttamennsku í blaðinu sjálfu og á hvernig fréttir áherlsa sé lögð á. En sú staða að nú sitji tveir sjálfsæðismenn á þessum stólum hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir blaða og fréttamennsku í landinu.
Kannski þetta sé minna mál þar sem að sú ríkistjórn sem situr í landinu er vinstri stjórn og að báðir þessir ritstjórar séu meðvitaðir um mikilvægi sitt að blöð þeirra komi fram með góðar og hlutlausar fréttir. Þessi staða yrði í raun en kjánalegri ef að sjálfsæðisflokkur væri við völd þar sem að þá færi maður virkilega að efast um hvort einhverjum fréttum væri sópað undir borðið. Það vill þó svo skemmtileg til að ritstjórarnir hafa ólíka skoðun á Evrópusambandinu og aðild Íslands, þannig að Íslendingar ættu að fá dínamískari umræðu um þau mál en ella.
Ég segi það þó sem hægrimaður í pólitík að einhverra hlutavegna hef ég allt treyst blaða og fréttamönnum betur sem telja sig vera til vinstri. Kannski það hafi eitthvað með það að gera hvað vinstrimenn hafa verið lítið við völd á Íslandi eða hvort að þeir hafi bara gagrýndi sýn á samfélagið, kannski að þessir tveir þættir séu nátengdir. Síðan má líka spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að kona verði ritstjóri á þessum blöðum. Hið minnsta er þessi staða sem upp er kominn í fjölmiðlum á Íslandi varasöm.

Monday, March 8, 2010

Esjan gefur og Esjan tekur

Því skal ganga varlega um Esjuna.

Tuesday, March 2, 2010

Er allt leyfilegt? Evrópusambandið og Heimssýn

Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu virðist vera farin að ná nýjum lægðum. Ávallt er kallað eftir betri og upplýstari umræðu en því kalli er ekki svarað. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa áhuga á því að ræða málið og hagsmunasamtök virðast einnig áhugalaus. Blogg-síður halda uppi einhverri umræðu en hún er vægast sagt afar misjöfn og virðist fyrst og fremst byggja á því að menn segja skoðun sína á Evrópusambandinu til góðs eða ills.

Þegar skýrsla Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands lá fyrir fékk hún sáralitla umfjöllun. Þar spilar Icesave-málið líklega mikið inní , en samt sem áður virtist áhugi fjölmiðla og annarra ekki vera mikill á því að greina frá efni hennar á neinn hátt. Það eina sem almenningur fékk var þunn yfirferð um helstu áherslur hennar. Formaður Heimssýnar kom fram með það sjónarmið í Silfri Egils 28. feb. að honum fyndist að draga skyldi umsóknina til baka þar sem Evrópusambandið væri farið að koma fram með kröfur um hverju þurfi að breyta hérlendis, án þess þó að koma fram með einhverja gagnrýni á þá þætti sem að Evrópusambandið leggur til að verði breytt. Er þingmaður Vinstri grænna á móti því að breyta skipun dómara í Hæstarétt og að hvalveiðar verði lagðar niður? Svo dæmi séu tekin af því sem Evrópusambandið bendir á að þyrfti að breyta hérlendis.

Það er orðin döpur staðreynd ef að umræðan er komin á það lágt stig að nú sé aðild að Evrópusambandinu ekki einu sinni til umræðu heldur hvort draga eigi umsóknina til baka. Það er í raun fáránleg staða sem formaður Heimssýnar er í, bæði að vera formaður þeirra samtaka sem og að vera í þingflokki Vinstri grænna. Það hefði kannski verið ráðlegra hjá Heimssýn að velja sér formann sem ekki er um leið þingmaður í ríkistjórn sem styður aðildaviðræður að Evrópusambandinu. Hvernig geta þessi tvö hlutverk hans farið saman? Verður það þá ekki óneitanlega að hlutverki hans að grafa undan störfum ríkistjórnarinnar? Það hlýtur að vera skylda stjórnmálamanna sem styðja ríkistjórnina að stuðla að sem bestum samningum fyrir Ísland. Við erum stödd á þeim tímapunkti núna að leggja allt í sölurnar til þess að ná fram sem bestum samningi fyrir Ísland. Bæði er búið að leggja fjármuni og tíma í aðildarumsókn Íslands, en einnig er það grundvallaratriði í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar. Því hafa stjórnmálamenn skyldu til þess að gera sitt besta og grafa ekki undan störfum samninganefndarinnar.

Sá tími kemur síðar að deila skuli um hvort aðild að Evrópusambandinu verður samþykkt en sá tími er ekki núna, í hið minnsta er það blóðugt ef menn eru vísvitandi að reyna grafa undan umsókninni áður en samningur liggur fyrir. Í allri þeirri umræðu um aukið lýðræði og trúverðugri stjórnmál hlýtur afstaða formanns Heimssýnar að vera óæskileg. Hér má einnig spyrja sig hvort að formaður Bændasamtaka sé einnig kominn í þann farveg að grafa undan aðildaviðræðunum og er sú afstaða einnig slæm. Það er jafnvel alvarlegra hjá Bændasamtökunum þar sem þau bera mikla ábyrgð sem hagsmunaaðili bænda. Þau þurfa að geta veitt þeim hlutlausar og ítarlegar upplýsingar um þá kosti og galla sem aðild að Evrópusambandinu hefur fyrir bændur. Hvernig geta þeir það þegar aðildarsamningur liggur ekki fyrir?

Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort þessi nálgun formanns Heimssýnar gangi gegn leikreglum lýðræðisins. Það getur seint talist lýðræðislegt, að hafna Íslendingum um þann rétt að fá besta mögulegan samning með því að reyna að draga umsóknina til baka eða veita samninganefndinni ekki nauðsynlegan stuðning, heldur halda úti málflutningi sem byggir að einhverju leyti á þekkingarleysi þar sem samningur liggur ekki fyrir.

Sunday, February 28, 2010

Er það kristið að hata?

Hér eru samtök sem hata ESB og telja sig vera varðmenn kristina gilda.

ps.

Kannski er þetta djók, sem og samtök sannkristina Íhaldsmanna ( leiðinlega farið með Íhaldshugtakið í því samhengi).

Bushismi Vantrúarmanna

Þeir sem ekki eru með okkur hljóta að vera á móti okkur.

Að þessu kemst einn af siðapostulum vantrúar hér

Krútlegt, kannski. Gáfulegt, það efast ég um

Friday, February 26, 2010

Evrópusambandið 2084



Leiðingt þegar að höfundur á svona gamanefni kemur ekki fram undir nafni.

Thursday, February 25, 2010

Morgunblaðið og Grikkland

Leiðari Morgunblaðsins í dag tekur fyrir vandmál Grikkja. Undirliggjandi er að sjálfsögðu andastaða ritstjóra Morgunblaðsins á Evrópusambandinu. Hann virðist halda það að betra sé að eiga enga vini en að hafa Evrópusambandið á bakvið sig. Vandamál Grikkja eru margþætt en virðast eins og vandamál Íslands fyrst og fremst vera til kominn vegna lélegrar stjórnar á ríkisfjármálum og slæmum ákvörðunum ríkistjórna landanna í fortíðinni. Grikkir voru duglegir við það að falsa ríkisfjármál sín og eru þess vegna afar illa undir það búnir að takast á við efnahagskreppu. Nú hafa þeir ekki lengur þann valmöguleika að lækka gengi eigin gjaldmiðils til þess að örva atvinnulífið og fá hærri tekjur af innflutningi. Ritara leiðara Morgunblaðsins finnst það skrítið að ríki Evrópusambandins sem flest öll eiga við vandmál að stríð vegna kreppunnar skuli ekki taka höndum saman að dæla peningum í Grikkland. Þess í stað þurfa Grikkir að skera niður í flestum málaflokkum meðal annars velferðar- og menningarmálum eins og greinarhöfundur segir undir lok greinar sinnar.
Greinarhöfundur heldur líklega að Evrópusambandið sé stofnun sem eigi að annast ríki sem hafa spilað afar illa úr sínum málum. Þegar að menn eru búnir að standa sig illa ár eftir ár við að koma ríkisfjármálunum í lag geti þjóðir bara hringt til Brussel og fengið ódýr lán til þess að halda veislunni áfram ( Grikkir þurfa ekki einu sinni að hringja til Brussel þeir eru menn á svæðinu). Það er auðveldur leikur að snúa heimatilbúnum vandamálum upp í það að vera illska utanaðkomandi aðila. Þetta er því miður farið að vera algengara og algengara viðhorf hér á Íslandi. Hreinn illska og skilningsleysi annarra ríkja á málefnum Íslands er farið að taka meira pláss í umræðunni hér heldur en klúður Íslendinga sjálfra, það viðhorf er jafnvel farið að koma fram að menn geti verið með and-íslensk viðhorf þegar dregin er upp önnur mynd af málefnum Íslands en stjórnmálamönnum er þóknanleg. Ólíkt Íslandi eru vandamál Grikkja vandamál allra þjóð Evrópusambandins, hið minnsta þeirra sem eru með Evru. Vilji annarra þjóða í Evrópu ætti því að vera margfalt meiri til þess að hjálpa Grikklandi en að hjálpa landi sem virðist hafa andúð á alþjóðlegu samstarfi og hefur ekki sýnt mikinn vilja til þess að koma öðrum til hjálpar þegar illa gengur eða taka á sig sameiginlega ábyrgð. Grikkland verður þó að sýna viðleitni til þess að geta tekið að einhverju leyti ábyrgð á sínum málum.
Kannski voru það mikil mistök hjá Grikkjum að taka upp Evru, kannski var þjóðin einfaldlega ekki tilbúin til þess, það var þó ákvörðun sem þeir tóku og þurfa að lifa við núna. Við Íslendingar stöndum líka uppi með okkar skerf af slæmum ákvörðunum en í stað þess að eiga við Evrópusambandið og reyna fá skilning og hjálp frá aðildarlöndum þess sitjum við uppi með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ekki virðist hann vera auðveldur að eiga við. Hér er skorið niður í öllum málaflokkum og hér á Íslandi á eftir að þurfa finna lausnir til þess að komast út úr kreppunni. Hvort ætli það sé betra að standa einn á báti í því eða hafa samfélag margra þjóða á bakvið sig í þeim leiðangri?

Tuesday, February 23, 2010

Hvernig varðveitir maður Heilbrigðiskerfið?

Ég hef alltaf litið á stjórnmálaskoðanir mínar aðeins til hægra, hvað sem það nú þýðir. Hófleg blanda af íhaldssemi, frjálsræði á markaði og velferðarkerfi eru fyrir mér mikilvægir þættir í stjórnmálum sem verður að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Ég eins og kannski margir aðrir létum hina svo kölluðu ný-frjálshyggju vera einráða á hægri væng stjórnmálanna hún fékk alltof lítið aðhalda en er vonandi á flótta sem hugmyndafræði sem á uppá pallborði á Íslandi. Það er mikil heppni að frjálshyggju tókst ekki nema að takmörkuðu leyti að ryðja sé til rúms á sviði heilbrigðismála, kannski hafa markaðs sjónarmið einhversstaðar náð að fest rótum og útboð á ákveðinni starfsemi hefur verið leift. Sem getur verið hið best mál ef þessu fylgja strangar reglur frá ríkinu sem og eftirlit.
Nú hafa menn því miður verið að reyna komast inná svið heilbrigðisgeirans með hugmyndum um einkarekinn sjúkrahús. Ein hugmyndin hefur verið að búa til sjúkrahús á Keflavíkurflugvelli og skapa þannig erlendar gjaldeyristekjur. Mér er nú bara fyrst og fremst spurn hafa ungir viðskipta dregnir eitthvað með það að gera að reka spítala? Erum við ekki kominn inná afar hættulega braut þegar einkageirinn er að einhverju leyti kominn með rekstra grundvöll? erum við ekki um leið að grafa undan eigin velferðarkerfi? er það í lagi að sumir geti keypt sig áfram þegar kemur að heilbrigðis þjónustu?

Er sparnaður í því að leggja niður frjálshyggjufélagið.

tja mér er spurn?

Prófkjör

Stundum skilur maður ekki af hverju mörgum finnst prófkjör að einhverju leyti lýðræðislegri leið til þess að velja fólk á lista. Það lýtur kannski út þannig þegar maður veltir þessu fyrir sér við fyrstu sýn. Oftast vill þetta þó breytast í einhvern fáránlegan leik þar sem allt er reynt til þess að komast í ákveðið sæti. Lítið um málefnalega umræðu. Þetta virðist frekar snúast um að eyða penning, tala illa um andstæðinginn og smala fólki úr örðum flokkum til að kjósa í prófkjörinu. Svo þegar að enginn er barátta um sæti verður þetta að kjánalegri hyllingu á þeim sem fyrir eru. Þó svo að Sjálfstæðismenn hafi ákveðið að hafna, það er virðist, spilltum stjórnmálamanni þá virðist sá sem kominn er í staðinn ekki hafa mikla burði til stórræða.

Monday, February 22, 2010

Vantrú í sparifötum

Það var gaman að sjá Vantrú í sparifötum á kynningu þeirra niðrí HÍ. Nennti þó ekki að horfa á allt. Vantrúarmenn sögðust vera fórnarlömb þess að röngu væri haldið fram um það. Það er kannsi rétt.

Thursday, February 18, 2010

Umræðuhefð Vantrú

Ég asnaðist til að fara inná heimasíðu Vantrúar um daginn og leggja þar orð í belg sem voru mikil mistök. Trúleysingjar hafa komið fram með mikilvæga gagnrýni á trúarsamfélög og stofnanir samfélagsins. Hér á Íslandi má þakka Siðmennt fyrir mikið af þeirri gagnrýni. Því miður hafa samtök sem hafa verið nokkuð hávær á netmiðlum landsins verið einhver sýnlegasti aðilinn í baráttu trúleysingja. Þemað hjá þeim þessa dagana hefur verið að gagnrýna aðferðir og nálgun kennara við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Að sjálfsögðu er það mjög jákvæður hlutur að trúleysingjar taki þátt í akademískri umræðu en því miður virðist vantrú ganga afar illa að koma boðskap sínum á framfæri.

Það virðist vera skrýtin umræðuhefð á vantrú.is (ef umræðuhefð skyldi kalla), þó taka skuli fram að það sé misjafnsauður í mörgu fé. Þeir hafa það að sið að reyna að ögra fólki sem er að sjálfsögðu gott að blessað en við þær greinar sem ég hef skoðað þarna inni verður umræðan ávallt marklaus og innihaldslítil. Það er sterk hefð fyrir því inná vantrú og hjá meðlimum samtakanna að verja allt í gröfina sem þeir setja þar inn og slá um sig með hugtökum sem þeir virðast oft á tíðum hafa lítinn sem engan skilning á. Sem dæmi nefni ég eina grein þeirra um afstæðishyggju sem má sjá hér þar er umfjöllunarefnið Kirkjan og afstæðishyggja. Við lestur greinar kemur fljótlega í ljóst að skilningur höfundar á afstæðishyggju er afar lítill og það er erfitt að átta sig á hvað hann er að fara. En í umræðum fyrir neðan greinina kemur þó fljótlega í ljós að höfundur var að einhverju leiti að fjalla um annað hugtak, tilvistarstefnuna, eins og vökull lesandi bendir honum á. Í stað þess að viðurkenna mistök sín og leiðrétta þau þá upphefst afar skrítin vörn þar sem misgáfulegar skoðanir koma fram en með því að bulla sig áfram gefast þeir í raun upp sem hafa reynt að gagnrýna þá, þó svo að sú gagnrýni sé réttmæt, og yfirgefa svæðið. Eftir stendur fáránleg grein þar sem að augljósustu villunum er ekki einu sinni breytt.

Það að verja sinn málstað/framsetningu til dauða er ekki uppbyggileg leið til að koma boðskap sínum áframfæri en þetta virðist vera nokkuð ráðandi viðhorf á vantrú og háir þeim samtökum mikið. Engin furða að þeir virðist ekki geta komið miklu til leiðar og það vekur jafnvel upp spurningu um hvort það væri yfirhöfuð æskilegt að hlusta á þá.

Það má ekki taka það af vantrúarmönnum að hugmyndir þeirra eru góðra gjalda verðar. Það er afar mikilvægt að engin stofnun samfélagsins sé hafin yfir gagnrýni og það á við um Þjóðkirkjuna eins og aðrar stofnanir. Ef gagnrýnin á að vera marktæk og trúverðug er nauðsynlegt að hún fari fram á málefnalegum nótum og sé skýr og skilmerkileg. Umræða þar sem hugtakanotkun er á floti, mistök eru ekki viðurkennd (og enn síður lagfærð) og tilraunum til umræðu er eytt með útúrsnúingi eða þvermóðsku er ekki vel til þess fallin að skila árangri, sama hversu verðugur málstaðurinn er. En þetta er að mörgu leyti vandmálið við umræðuhefðina á Íslandi.

Wednesday, February 17, 2010

Barnið sem aldrei fór á leikskóla.

Þegar að við fjöllum um þjóðir er gaman að nota einfaldar steríótípur til þess að koma skilaðboð okkar á framfæri. Danir eru svona og Svíar eru svona. Bandaríkjamenn eru feitir og einfaldir í hugsun en Þjóðverjar djúpt hugsandi og gáfumenn upp til hópa. En hvað eru Íslendingar, ekki fyrir löngu síðan voru við hið besta sem til var í þessum heimi. Bæði vissum við að þjóð okkar, land og menning væru sú besta í heimi heldur ætluðum við okkur líka að verða það. Síðan komumst við að því einn daginn að við værum langt því frá að vera best í heimi. Við komumst að því að þjóðin væri gjörspillt og það þyrftu að fara fram miklar hugarfarsbreytingar ef þetta samfélag ætti að eiga sér lífs von
Sú hugmynd að við þyrftu að fara í gegnum ákveðna sjálfskoðun virðist ekki vera eins vinsæl hugmynd og hún var fyrir nokkru síðan. Nú erum við fyrst og fremst upptekinn af því að benda á vonda fólkið í útlöndum sem vill okkur allt illt. Evrópusambands umræðan bera þess viðhorfs oft merki hér ætla vondu útlendingarnir að koma og taka af okkur allar auðlindirnar okkur og gera okkur lífið óbærilegt.
Mér finnst stundum íslenska þjóðin eða kannski frekar íslensk þjóðfélagsumræða birtast með þeim hætti að Ísland sé barnið er sem aldrei fór á leikskóla en beint í grunnskóla. Þegar þangað var komið skorti þjóðina mikið uppá þann félagsþroska sem til þarf. Við kunnum ekki að leika okkur við önnur börn og erum sannfærð um að allir séu að reyna stela dótinu okkar. Heimsýn okkar er skýr og einföld. Hinn börnin eru hálfvitar sem skilja okkur ekki. En við eigum stóran bróður í 10 ára bekk og hann mun bókað koma og hjálpa okkur.

Monday, February 15, 2010

Svavars vörn

Reykjavíkurbréf morgunblaðsins er alltaf áhugaverð lesning. Í Bréfinu núna á sunnudaginn kom fram merkilegur stuðningur eða vörn fyrir Svavar Gestson sem mæti kenna við núverandi Icesave samninga. Bréfið skrifar Davíð Oddson og undir lok bréfsins kemur hann með nokkur varnarorð til Svavars. Merkilegt nok, það er s.s. kannski sat að línan á milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins var alls ekki löng. Svo ver hann einnig Bald Guðlaugsson. Kannski er Davíð kominn í hlutverk englanna sem hann taldi eitt sinn Færeyginga vera.

sumir hlutir breytast ekki.

Eftir að hafa tekið langa pásu frá því að fara inná Vantrú.is þá lét ég verða af því. Get ekki sagt að mikið hafi breyst þarnna. Þeir lesa greinilega Biblíuna ennþá eins og geðveikustu fundamentalistar Bandaríkjanna. Vantrúarmenn berjast ennþá fyrir því að hætt verði að kenna það sem þeir kalla kristna siðfræði úr skólum landsins. Kannski að það sé eðlislægt með þeim að geta eða vilja ekki lifa í samfélagi með öðrum hópum. Kristnin hefur sætt sig við það ( tók samt langan tíma) að lifa í sáttt við trúleysi ( mér finnst vantrú alveg ótrúlega fáránlegt orðatiltæki)kannski að það taki trúleysið eins langan tíma.

Thursday, February 11, 2010

Grikkland og ESB

Þetta er líklega einhver stærsti kostur þess að vera í ESB. Þá hefur ríki eitthvað pólitískt vægi eins og þessi frétt ber með sér

Tuesday, February 9, 2010

Á ég eftir að heyra söngva um föðurlandssvik

Var að sjá það í fréttum að á döfinni sé að stofna hreyfingu innan Sjálfstæðisflokksins sem sé jákvæð fyrir því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Frábært framtak og vonandi að þessi umræða fari að færast eitthvað áfram innan Sjálfstæðisflokksins og þessar öfgakenndu raddir Heimsýnar fá nú eitthvað sem mæti kalla mótvægi eða aðhald. Fólkið sem æltar að mynda þá hreifingu hefur mikinn trúverðuleika og vonandi tekst þeim vel til. En það verða ekki ófáar raddir innan Sjáfstæðisflokksins sem eiga eftir að hrópa föðurlandssvik.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana. Formaður er búinn að tapa miklum trúverðuleika eftir að komið hefur í ljós að hann var að tengdur viðskiptum sem félag í hans/fjölskyldu eigu var að stunda vafasöm viðskipti með peninga út bótasjóð Sjóvá. Flokkinn vantar áberandi skýra stefnu um hvernig hann vilji leiða þjóðina út úr þeim vanda sem hún er nú stödd í og hann átti einhvern þátt í því að valda. Hvað vill flokkurinn gera í gjaldeyrismálum? hvað vill flokkurinn gera í skuldavandamálum heimilanna? og hvernig ætlar flokkurinn að stuðla að eðlilegra viðskipta umhverfi á Íslandi. Eru bara nokkrar af þeim spurning sem flokkurinn þarf að svara en er ekki að gera. Flokknum er ekki að takast að setja mál á dagskrá og koma þeim áfram og hlýtur það að einhverju leiti að skrifast á formann flokksins.

Monday, February 8, 2010

Byltingin Lifir.

Gaman að sjá nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti tileinkað sér eitthvað af byltingaranda Búsáhaldabyltingarinnar. Neita að mæta í tíma og eru með læti. Þó svo að baráttumálið sé varla merkilegt. Maður gat samt ekki annað en brosað þegar þeir sögðu ætla að draga lið sitt úr Gettu betur.

?

Jæja þá er stjórnmálaflokkunum að takast að semja sig að sáttaborðinu um Ísbjörg.

Tuesday, February 2, 2010

John Adams

Áhugaverðir þættir hafa hafið göngu sína á Stöð 2. Seint á sunnudagskvöldum hefur maður tækifæri til þess að hverfa aftur í tímann og upplifa upphafsár Bandaríkjanna í gegnum í John Adams. Hann er ein hina svo kölluðu founding fathers sem tóku það á sínar herðar að leiða sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna í orðum og gjörðum. Adams hafði mikil áhrifa á skrif sjálfstæðisyfirlýsingu sem og tryggja Bandaríkjunum mikilvæg lán þegar landið átti í stríði við Bretland. Það sem gerir þættina einstaklega áhugaverð er að þeim tekst að varpa upp áhugaverðum spurningum um hvernig hægt sé að haga mannlegu samfélagi svo vel fari, hvaða stjórnarfyrirkomulag henti best og hvernig Bandaríkin ættu að verða frábrugðið einveldis stjórnum Evrópu. Átökin á milli þeirra sem vildu miðstýrt og sterkt ríkisvald gegn þeim sem vildu að Bandaríkin væru lauslegt samband ríkja með afar litla miðstjórn koma skýrt fram. Ævi Adams virðist hafa verið þyrnumstráð og hann virðist frekar hafa stjórnast af hugsjónum og framsýni fyrir Bandaríkjunum en eigin frama en hefur einnig verið afar beiskur maður. Mér þykkir þó samt leiðinlegt að sjá hvað Alexander Hamilton færi frekar súra umfjöllun sem einhversskonar öfgamaður. Það eru ekki margir stjórnmálaheimspekingar sem hafa látið lífið í einvígi.

Wednesday, January 27, 2010

Mæli með þessu:

ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna:

Fyrirlestrar um ímyndir og sjálfsmyndir.

sjalfsmynd.jpgÞau skil sem hafa orðið í íslenskri samfélagsumræðu á undanförnum misserum kalla á umræðu og uppgjör af margvíslegu tagi, varðandi efnahagslíf, stjórnmál, hugmyndir um samfélagið og ekki síst sjálfsmyndir Íslendinga. Athygli hefur vakið hversu yfirlætisleg hin opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar var á stundum. Hluti þessarar sjálfsmyndar einkenndist jafnvel af því að litið var niður á nágrannaþjóðir Íslendinga og sú hugsun orðuð að Íslendingar gegndu sérstöku hlutverki í samfélagi þjóðanna, að þeir væru útvaldir.

Samhliða hefur einnig borið á annars konar hugmyndum sem hafa einkennst af vantrú og tilætlunarsemi við aðrar þjóðir: Íslendingar væru svo smáir og aðstæður svo sérstakar að ekki væri hægt að gera til þeirra sömu kröfur og annarra þjóða.

Sú spurning hefur verið sett fram hvort þessar hugmyndir og umræður tengdar þeim eigi rætur að rekja til þess að þjóðin hafi aldrei gert upp við nýlenduarfleifð sína: í fyrsta lagi umræðuna sem tengdist sjálfstæðisbaráttunni og birtist í vissu yfirlæti og kynþáttahyggju; í öðru lagi óttann við „útlönd“, að stöðug hætta væri á ásælni erlendra ríkja; í þriðja lagi þá hugsun að landsmenn væru ekki færir um að standa á eigin fótum og yrðu því að njóta sérkjara og sérstakrar tillitssemi og stuðnings umfram aðra. – Sú spurning hefur einnig verið sett fram hvort ef til vill megi rekja þessa umræðu langt aftur í tímann.

Til þess að efla umræðu um þessi efni og leita svara við ofangreindum spurningum hafa INOR (Rannsóknamiðstöð um ímyndir Íslands og Norðursins í ReykjavíkurAkademíunni) og ReykjavíkurAkademían ákveðið að standa fyrir fyrirlestraröð um þess efni.

29. janúar: Guðmundur Oddur Magnússon, Táknmyndir þjóðarinnar - þá og nú.

12. febrúar: Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, Þægileg blekking og beiskur raunveruleiki.

26. febrúar: Helga Kress, „Ek em íslenskr maðr“. Íslendingurinn í Íslendingasögum og viðtökum þeirra.

12. mars: Högni Óskarsson, Ísland, Narcissus á Norðurhveli.

9. apríl: Viðar Hreinsson, „Að hefjast í hærri stað og þaðan minnkast“. Um kotungshátt.

16. apríl: Heiða Jóhannsdóttir, Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla

30. apríl: Valur Ingimundarson, Ísland og "norðurslóðir": Goðsagnir,
ímyndir og stórveldahagsmunir

7. maí: Marion Lerner, Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjöldaferðamennsku á Íslandi.

28. maí: Sumarliði R. Ísleifsson, Sjálfsmynd þjóðar og minnimáttarkennd

Fyrirlestrarnir verða haldnir í ReykjavíkurAkademíunni frá 12:00 – 13:30 Hildigunnur Ólafsdóttir stýrir fundi og umræðum þann 29. Janúar.

Sunday, January 10, 2010

Jón og Bjarni

,,Vér mótmælum allir" Þessi setning hefur endurrómað í gegnum Íslandssöguna og nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins ákveðið að tengja þessi orð við baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn núverandi ísbjargarlögum. Er þetta kjánalegasta setning ársins?

Saturday, January 9, 2010

Stórmennska


Fór á nýnemadag í HR í gær. Komast að því að menn hafa ekki verið að leggjast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að nafnavali á nýja skólahúsnæðinu. Hringurinn í miðjunni er sólin og angarnir sem teygja sig út frá henni eru pláneturnar í sólkerfinu. Svo að í raun táknar skóla húsið ekkert annað en allt sólkerfið.

Thursday, January 7, 2010

Endurtekningin

Aftur er maður kominn í lærdómsstellingar. Námið að hefjast í HR og MA ritgerðin vonandi að klárast ( þetta hugtak er s.s. löngu búið að missa alla merkingu hjá mér). Nafnið á fyrsta kúrsinum í HR er afar krútlegt: Lausnamiðuð leikni og jákvæð samskipti. Verðu bókað athygslvert fag. Hef markvist forðast fréttamiðla í dag þar sem ekki er við neinu öðru að búast en fréttum af Ísbjörg.

Tuesday, January 5, 2010

Hann sagði nei.

Þá liggur það fyrir. Maður verður að baka með allar stórar yfirlýsingar og trú því að hið ótrúlega hafi gerst. Í boði forseta verða umræður um Icesave næstu viku og mánuði. Framhaldið verður þeim umræður sem hafa staðið mánuðum saman og ekki er hægt að sjá að þær verði eitthvað málefnalegri. Í raun er kannski rangt að tala um Icesave umræðu frekar ætti að nefna þetta hverskona fyrirvarar verða á Icesave. Það er nokkuð ljósa að Icesave er staðreynd, spurning hlýtur fyrst og fremst að snúast um form.

Aftur byrjaður að blogga.

Þá er maður kominn aftur í þetta. Er hættur að taka þátt í einskisverðum hlutum á facebook.