Saturday, March 13, 2010

Vinstrimenn og blaðamennska

Nú eru ritstjórar tveggja stærstu blaðana á Íslandi opinnberir Sjálfstæðismenn. Það vekur óneytanlega upp spurning um hvort blaðamennskan á Íslandi sé í vanda. Ekki það að auljóslega séu báðir ritstjórarnir óhæfir eða lélegir bara af því að þeir séu í ákveðnum stjórnmálaflokki. Þó svo það sé kannski ekki æskilegt yfir höfuð að ritstjórar séu tengdir stjórnmálaflokkum þá þarf það ekki endilega að vera slæmt. Það er líklegra æskilegra að þeir séu tengdir stjónmálaflokki frekar að stór fyrirtæki. Svo getur það líkega verið missmunandi eftir blöðum hvað ritstjóri hefur mikill áhrif á fréttamennsku í blaðinu sjálfu og á hvernig fréttir áherlsa sé lögð á. En sú staða að nú sitji tveir sjálfsæðismenn á þessum stólum hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir blaða og fréttamennsku í landinu.
Kannski þetta sé minna mál þar sem að sú ríkistjórn sem situr í landinu er vinstri stjórn og að báðir þessir ritstjórar séu meðvitaðir um mikilvægi sitt að blöð þeirra komi fram með góðar og hlutlausar fréttir. Þessi staða yrði í raun en kjánalegri ef að sjálfsæðisflokkur væri við völd þar sem að þá færi maður virkilega að efast um hvort einhverjum fréttum væri sópað undir borðið. Það vill þó svo skemmtileg til að ritstjórarnir hafa ólíka skoðun á Evrópusambandinu og aðild Íslands, þannig að Íslendingar ættu að fá dínamískari umræðu um þau mál en ella.
Ég segi það þó sem hægrimaður í pólitík að einhverra hlutavegna hef ég allt treyst blaða og fréttamönnum betur sem telja sig vera til vinstri. Kannski það hafi eitthvað með það að gera hvað vinstrimenn hafa verið lítið við völd á Íslandi eða hvort að þeir hafi bara gagrýndi sýn á samfélagið, kannski að þessir tveir þættir séu nátengdir. Síðan má líka spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að kona verði ritstjóri á þessum blöðum. Hið minnsta er þessi staða sem upp er kominn í fjölmiðlum á Íslandi varasöm.