Wednesday, February 17, 2010

Barnið sem aldrei fór á leikskóla.

Þegar að við fjöllum um þjóðir er gaman að nota einfaldar steríótípur til þess að koma skilaðboð okkar á framfæri. Danir eru svona og Svíar eru svona. Bandaríkjamenn eru feitir og einfaldir í hugsun en Þjóðverjar djúpt hugsandi og gáfumenn upp til hópa. En hvað eru Íslendingar, ekki fyrir löngu síðan voru við hið besta sem til var í þessum heimi. Bæði vissum við að þjóð okkar, land og menning væru sú besta í heimi heldur ætluðum við okkur líka að verða það. Síðan komumst við að því einn daginn að við værum langt því frá að vera best í heimi. Við komumst að því að þjóðin væri gjörspillt og það þyrftu að fara fram miklar hugarfarsbreytingar ef þetta samfélag ætti að eiga sér lífs von
Sú hugmynd að við þyrftu að fara í gegnum ákveðna sjálfskoðun virðist ekki vera eins vinsæl hugmynd og hún var fyrir nokkru síðan. Nú erum við fyrst og fremst upptekinn af því að benda á vonda fólkið í útlöndum sem vill okkur allt illt. Evrópusambands umræðan bera þess viðhorfs oft merki hér ætla vondu útlendingarnir að koma og taka af okkur allar auðlindirnar okkur og gera okkur lífið óbærilegt.
Mér finnst stundum íslenska þjóðin eða kannski frekar íslensk þjóðfélagsumræða birtast með þeim hætti að Ísland sé barnið er sem aldrei fór á leikskóla en beint í grunnskóla. Þegar þangað var komið skorti þjóðina mikið uppá þann félagsþroska sem til þarf. Við kunnum ekki að leika okkur við önnur börn og erum sannfærð um að allir séu að reyna stela dótinu okkar. Heimsýn okkar er skýr og einföld. Hinn börnin eru hálfvitar sem skilja okkur ekki. En við eigum stóran bróður í 10 ára bekk og hann mun bókað koma og hjálpa okkur.