Tuesday, February 2, 2010

John Adams

Áhugaverðir þættir hafa hafið göngu sína á Stöð 2. Seint á sunnudagskvöldum hefur maður tækifæri til þess að hverfa aftur í tímann og upplifa upphafsár Bandaríkjanna í gegnum í John Adams. Hann er ein hina svo kölluðu founding fathers sem tóku það á sínar herðar að leiða sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna í orðum og gjörðum. Adams hafði mikil áhrifa á skrif sjálfstæðisyfirlýsingu sem og tryggja Bandaríkjunum mikilvæg lán þegar landið átti í stríði við Bretland. Það sem gerir þættina einstaklega áhugaverð er að þeim tekst að varpa upp áhugaverðum spurningum um hvernig hægt sé að haga mannlegu samfélagi svo vel fari, hvaða stjórnarfyrirkomulag henti best og hvernig Bandaríkin ættu að verða frábrugðið einveldis stjórnum Evrópu. Átökin á milli þeirra sem vildu miðstýrt og sterkt ríkisvald gegn þeim sem vildu að Bandaríkin væru lauslegt samband ríkja með afar litla miðstjórn koma skýrt fram. Ævi Adams virðist hafa verið þyrnumstráð og hann virðist frekar hafa stjórnast af hugsjónum og framsýni fyrir Bandaríkjunum en eigin frama en hefur einnig verið afar beiskur maður. Mér þykkir þó samt leiðinlegt að sjá hvað Alexander Hamilton færi frekar súra umfjöllun sem einhversskonar öfgamaður. Það eru ekki margir stjórnmálaheimspekingar sem hafa látið lífið í einvígi.