Tuesday, February 23, 2010

Prófkjör

Stundum skilur maður ekki af hverju mörgum finnst prófkjör að einhverju leyti lýðræðislegri leið til þess að velja fólk á lista. Það lýtur kannski út þannig þegar maður veltir þessu fyrir sér við fyrstu sýn. Oftast vill þetta þó breytast í einhvern fáránlegan leik þar sem allt er reynt til þess að komast í ákveðið sæti. Lítið um málefnalega umræðu. Þetta virðist frekar snúast um að eyða penning, tala illa um andstæðinginn og smala fólki úr örðum flokkum til að kjósa í prófkjörinu. Svo þegar að enginn er barátta um sæti verður þetta að kjánalegri hyllingu á þeim sem fyrir eru. Þó svo að Sjálfstæðismenn hafi ákveðið að hafna, það er virðist, spilltum stjórnmálamanni þá virðist sá sem kominn er í staðinn ekki hafa mikla burði til stórræða.